Dómarar útskrifaðir á Seyðisfirði

Dómaranámskeið var haldið á Seyðisfirði laugardaginn 5. nóvember sl. Þar tóku 6 nýjir dómarar próf og 2 sátu endurmenntunarnámskeið.

Kennari á námskeiðinu var Sævar Már Guðmundsson.

Við erum virkilega stolt af þessum flotta hóp dómara sem munu hefja störf í deildarkeppni á tímabilinu.

Næstu dómaranámskeið eru:

Bóklegue hluti dómararéttinda á netinu í byrjun desember.
Verklegur hluti á höfuðborgarsvæðinu helgina 10.-11. desember.
Endurmenntunarnámskeið fyrir virka og óvirka dómara í byrjun janúar.