Dregið í happdrætti landsliðanna

Dregið í happdrætti landsliðanna

Dregið var í dag í happdrætti A-landsliða karla og kvenna. Happdrættið er stór liður í fjáröflun leikmanna landsliðanna fyrir Smáþjóðaleikana 2019.

Smáþjóðaleikarnir verða haldnir 27. maí – 1. júní í Svartfjallalandi og eru bæði A landsliðin í blaki á leið þangað. Alls fara 14 leikmenn í hvoru liði en tilkynnt verður um lokahópa í byrjun næstu viku.

Meðfylgjandi er vinningsskráin ásamt vinningsnúmerunum. Hægt er að nálgast vinningana hjá Kristjáni Valdimarssyni (660-2398) og hjá Birtu Björnsdóttur (693-2358).

Leikmenn landsliðanna þakka öllum þeim fyrirtækjum sem létu af hendi vinninga fyrir happdrættið. Einnig þakka þeir öllum sem sáu sér fært um að styrkja liðin með miðakaupum og óska þeir vinningshöfunum til hamingju með vinningana sína.

Vinningaskrá
Vinningar í happdrætti landsliðanna 1
Vinningar í happdrætti landsliðanna 2