Lokahópur kvennalandsliðsins

Lokahópur kvennalandsliðsins

Þjálfarateymi kvennalandsliðsins hefur valið 14 leikmenn í lokahóp fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í Svartfjallalandi í næstu viku. 

Kvennalandsliðið hefur æft af kappi undanfarnar vikur en liðið var í æfingabúðum í Keflavík um nýliðna helgi. Landsliðsþjálfarinn er Borja Gonzalez Vicente en honum til aðstoðar eru Antonio Garcia De Alcaraz Serrano og Lárus Jón Thorarensen. Mundína Ásdís Kristinsdóttir er sjúkraþjálfari liðsins og Berglind Valdimarsdóttir er liðsstjóri.

Lokahópur kvennalandsliðsins, 14 leikmenn

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði
Helena Kristín Gunnarsdóttir
Hjördís Eiríksdóttir
Thelma Dögg Grétarsdóttir
Velina Apostolova
Hulda Elma Eysteinsdóttir
Sara Ósk Stefánsdóttir
Særún Birta Eiríksdóttir
Gígja Guðnadóttir
Unnur Árnadóttir
Matthildur Einarsdóttir
Ana María Vidal Bouza
Birta Björnsdóttir
Kristina Apostolova

Íslenska kvennalandsliðið hefur keppni á Smáþjóðaleikunum í fyrsta leik gegn Kýpur á þriðjudag í næstu viku. 

Heimasíða Smáþjóðaleikana í Svartfjallalandi 2019