Ársþing BLÍ var haldið í maí 2015 og ný stjórn tók til starfa síðar í þeim mánuði. Starfsárið var mjög stórt enda langt á milli þinga. Alls voru 17 stjórnarfundir bókaðir á starfsárinu en tvær alþjóðlega keppnir voru haldnar á Íslandi þetta starfsár, Smáþjóðaleikar í júní 2015 og riðill í EM Smáþjóða karla í júní 2016. Veturinn 2015-2016 var rafræn leikskýrsla innleidd í íslenskt blak.