Fyrsta þjálfaranámskeið BLÍ fór fram um helgina

Um helgina fór fram fyrsta þjálfaranámskeið blaksambandsins en námskeiðið var haldið í Fagralundi.

Þátttakendur voru 15 talsins en kennarar voru þau Burkhard Disch, Michel Beautier, Valal og Borja. Þessi glæsilegi hópur er því fyrsti þjálfarahópur sem lýkur BLÍ 1 og geta nú tekið næsta stig í framhaldinu.

Næsta þjálfaranámskeið verður haldið helgarnar 4.-5. júlí og 11.-12. júlí en þá fer fram BLÍ 2 sem er tveggja helga námskeið.
Frekari upplýsingar um það koma inn á heimasíðu sambandsins fljótlega.