Grunnskólamót UMSK í blaki

Grunnskólamót UMSK 2019

Grunnskólamót UMSK í blaki var haldið miðvikudaginn 9. október sl. í Kórnum í Kópavogi.

Grunnskólamótið er ætlað skólum á svæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og sér Blaksamband Íslands um framkvæmd þess ásamt UMSK. Nemendur í 4. -6. bekk kepptu sín á milli í blaki og var góð stemmning í Kórnum en um 800 krakkar mættu í mótið úr 9 skólum og keppt var á 64 völlum – eða 32 blakvöllum sem deilt var í tvo velli.

Grunnskólamót UMSK í blaki var haldið í annað sinn í ár og þótti takast einstaklega vel, en mótið er stærsta skólamót í blaki sem haldið hefur verið á Íslandi. UMSK hefur lagt mikið í þann útbúnað sem þarf til að framkvæma viðburð að þessari stærðargráðu og á miklar þakkir skyldar fyrir sitt framlag.

BLÍ vill koma þökkum til UMSK, HK, Aftureldingu, Álftaness, Háskóla Reykjavíkur ásamt skólunum á UMSK svæðinu og síðast en ekki síst þeim ósérhlífnu sjálfboðaliðum sem tóku þátt í því að láta viðburðin verða að veruleika.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem fylglja frá gleðinni sl. miðvikudag í Kórnum.