Íslensku strandblakliðin áttu frábært mót í Skotlandi um helgina. Berglind og Elísabet unnu mótið sannfærandi og Thelma og Jóna unnu bronsverðlaun.
Liðin lentu saman í riðli og spiluðu fyrsta leikinn á móti hvort öðru á föstudagsmorgun. Berglind og Elísabet unnu þann leik en skoska liðið sem var með í riðlinum átti undir högg að sækja gegn íslensku liðunum. Bæði liðin okkar komust áfram í 8 liða úrslit og þar unnu Berglind og Elísabet sinn leik nokkuð sannfærandi en Thelma og Jóna þurftu oddahrinu til að vinna sinn leik en það var á móti skosku liði sem var efst í styrkleika fyrir mót. Frábært að vinna þann leik.
Í undanúrslitunum töpuðu Thelma og Jóna fyrir skosku liði með minnsta mun 21-19 og 21-19 og spiluðu þær því um þriðja sætið. Þann leik unnu Thelma og Jóna í oddahrinu en í henni áttu þær í vandræðum og voru til dæmis 13-9 undir en náðu að vinna 15-17. Frábær árangur hjá nýju liði og fara þær brattar inn í sumarið.
Berglind og Elísabet áttu ekki í erfiðleikum í undanúrslitum og í úrslitunum var leikurinn í raun aldrei í hættu og enduðu þær mótið með 21-9 og 21-9. Frábær árangur hjá þeim en þetta var fjórða gullið núna í sumar en þær spila í dönsku mótaröðinni í strandblaki.