Hæfileikabúðir BLÍ verða haldnar um helgina á nýju gólfi í Mosfellsbæ um helgina. Hátt í 100 þátttakendur eru skráðir í búðirnar að þessu sinni.
Alls verða 10 þjálfarar í búðunum um helgina en þau Ana María Vidal Bouza og Borja Gonzalez Vicente eru yfirþjálfarar. Fyrsta æfing er á föstudeginum kl. 18.00 í blaksalnum uppi að Varmá og er hópnum þar skipt niður á velli. Síðan er æft samkvæmt dagskrá en á laugardeginum mun Elsa Sæný Valgeirsdóttir, sjúkraþjálfari, blakari og blakþjálfari vera með fyrirlestur. Á sunnudag kemur svo næringafræðingurinn Birna Varðadóttir og verður með fyrirlestur beint eftir hádegismatinn.
Maturinn og fyrirlestrar verða í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ en gistingin er í félagsmiðstöðinni Bólinu og er hægt að komast þar til frá kl. 16.00 á föstudag.