Hæfileikabúðir BLÍ 14. til 16. ágúst – Tilkynning

Stjórn BLÍ er með til skoðunar hvort og þá hver möguleg áhrif breyttra reglna um sóttvarnir geta haft á Hæfileikabúðir BLÍ sem fyrirhugaðar eru 14. – 16. ágúst en samkvæmt núverandi forsendum munu breyttar reglur ekki hafa áhrif á börn fædd 2005 og síðar. Stjórn BLÍ mun meta stöðuna miðað við hvernig þróunin verður á næstu dögum, í samráði við mótshaldara, og senda frá sér tilkynningu í næstu viku um ákvarðanir varðandi framkvæmd Hæfileikabúðanna.

BLÍ leggur áherslu á að allar ákvarðanir varðandi framkvæmd búðanna verða teknar með tilliti til almennaheilla og sóttvarnarsjónarmiða.