Frestun á Íslandsmóti í strandblaki 6.-9. ágúst

Í ljósi tilkynningar ríkisvaldsins um hertar aðgerðir vegna sóttvarna fyrir Covid-19 hefur Strandblaksnefnd, í samráði við stjórn BLÍ,  tekið ákvörðun um að fresta Íslandsmótinu í strandblaki sem átti að vera dagana 6.-9. ágúst og  ný dagsetning er fyrirhugð dagana 20. – 23. ágúst, ef aðstæður í samfélaginu leyfa. Ákvarðanir varðandi mótahald á vegum BLÍ verða ávallt teknar með almannaheill að leiðarljósi og með tilliti til sóttvarnarreglna. 

BLÍ hvetur alla til að fara eftir og virða þær reglur sem settar hafa verið m.a. um gildandi samkomubann og huga að því að virða þær leiðbeiningar sem settar eru fram um mótahald og æfingar íþróttafélaga.