Hæfileikabúðir BLÍ – Dagskrá!

Hæfileikabúðir BLÍ

Helgina 16.-18. ágúst 2019 mun Yngriflokkanefnd BLÍ standa fyrir hæfileikabúðum í blaki fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-19 ára. Búið er að gera drög að dagskrá sem á að gefa mynd af því hvernig helginni verður háttað.

Búðirnar verða haldnar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ og hægt er að fá gistingu í Varmárskóla með morgunmat báða dagana ásamt kvöldmat á laugardeginum.  Ekki er í boði að senda krakka eina í gistingu, nauðsynlegt er að fullorðinn einstaklingur fylgi þeim sem gista.

Allir þátttakendur verða í hádegismat á laugardegi og sunnudegi og allir fá frítt í sund.

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur: 
– Æfing kl.18:00 – 20:00

Laugardagur:
– Morgunæfing kl. 9:00 – 11:00
– Hádegismatur kl.11:30-12:15 
– Fyrirlestur kl. 12:30 – 13:15
– Æfing kl. 13:30 – 15:30
– Sund kl.16:00

Sunnudagur:
– Morgunæfing kl. 9:00 – 11:00
– Hádegismatur kl. 11:30-12:15
– Fyrirlestur kl. 12:15-12:50
– Æfing kl. 13:00 – 15:00

Kostnaðurinn í búðirnar er  9.800 kr fyrir þá sem gista og 5.200 kr fyrir þá sem ekki gista. Allir þátttakendur fá gefins æfingabol sem á að nota á æfingum hæfileikabúða BLÍ.

Eins og á síðasta ári þá greiða þeir sem ferðast lengra en 300 km ekki þátttökugjald í búðirnar.

Hér er linkur inn á  skráningarskjal í búðirnar. Vinsamlegast skráið nafn og kennitölu ásamt íþróttafélagi og öðrum upplýsingum  í réttan flipa en þeir eru merktir með ártölum iðkenda neðst á skjalinu. 

Með því að hægri smella á linnkinn hér fyrir neðan og velja: Open hyperlink þá komist þið inn á skjalið.

Skráning í Hæfileikabúðir BLI 2019

Gjaldið skal greiða inn á reikning: 528-14-404975  kt: 460974-0119  Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið: gunnastina@gmail.com við greiðslu.

Merkja þarf greiðsluna með nafni iðkenda sem skýringu við greiðslu.

Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 6.ágúst og þá þarf einnig að vera búið að ganga frá greiðslum í búðirnar.