Hamar Íslandsmeistari karla

Í gær fór fram þriðji leikur í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla milli Hamars og HK. Hamar leiddi einvígið 2-0 fyrir leikinn en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

Hamar vann leikinn í gær 3-0 og er því Íslandsmeistari karla annað árið í röð. Hamar hefur unnið alla titla sem hafa verið í boði á vegum Blaksambandsins á síðastliðnum tveimur árum – magnað afrek!

Blaksamband Íslands óskar Hamri til hamingju með tímabilið og Íslandsmeistaratitilinn.