KA Íslandsmeistari kvenna

KA er Íslandsmeistari kvenna eftir 3-0 sigur á móti Aftureldingu í gærkvöldi í KA-heimilinu. KA hafði betur í einvíginu og fullkomnaði um leið tímabilið þar sem allir stóru titlarnir eru í eign KA stúlkna á þessu tímabili.

Blaksamband Íslands óskar KA innilega til hamingju með tímabilið og Íslandsmeistaratitilinn.