Hamar og KA í úrslit karla

KA tryggði sig í úrslit Íslandsmótsins í blaki í dag með 3-2 sigri á Aftureldingu í oddaleik undanúrslita að Varmá. Afturelding vann frystu tvær hirnurnar örugglega 25-17 og 25-20. Þriðja hrinan virtist vera heimamanna en KA komst yfir á síðustu metrunum og vann hrinuna 27-25. Fjórða hrinan var eign gestanna en KA vann 25-15. Oddahrinan var æsispennandi framanaf en lauk með sigri KA 15-10.

Hamar tryggði sig inn í úrslitin á fimmtudaginn með 3-0 sigri á Vestra á Ísafirði.

Fyrsti leikur í úrslitum fer fram í Hvergaerði á þriðjudag kl. 19:00 en vinna þarf 3 leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Mynd frá Ragga Óla úr fyrsta leik liðanna 17. apríl.