KA og Afturelding í úrslit kvenna

Afturelding tryggði sig í úrslit Íslandsmótsins í blaki í dag með 3-2 sigri á Álftanesi í oddaleik undanúrslita á Álftanesi í kvöld. Afturelding vann frystu tvær hirnurnar örugglega 25-20 og 25-16. Álftaneskonur komu þó sterkar til baka og unnu næstu tvær hrinur 25-16 og 25-23 og knúðu því fram oddahrinu. Álftanes byrjaði oddahrinuna af krafti og komust í 6-1 en þá hrukku gestirnir í gírinn og Afturleding vann hrinuna með minnsta mögulega mun 15-13.

KA tryggði sig inn í úrslitin síðasta föstudag með 3-0 sigri á Völsungi á Húsavík.

Fyrsti leikur í úrslitum fer fram á Akureyri á fimmtudaginn kl. 20:00 en vinna þarf 3 leiki til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Við hvetjum alla Öldunga til að mæta á leikinn og hefja Öldungamótið með stæl.

Mynd frá Ragga Óla úr öðrum leik liðanna 21. apríl.