Hans Almkvist með endurmenntunarnámskeið fyrir dómara

Í tengslum við bikarúrslitahelgina í Digranesi, daganna 15 til 17 febrúar s.l. var haldið dómaranámskeið, en til landsins kom margreyndur dómarþjálfari Hans Almkvist frá Svíðþjóð.  Hans var lengi alþjóðlegur dómari en eftir að hann lagði flautuna á hilluna varð hann einn af dómaraþjálfurum CEV.  Námskeiðið sóttu 15 dómarar víðsvegar að af landinu ásamt ungum dómurum sem var boðið að koma.  Námskeiðinu var skipt í tvennt, leikgreiningar og almenn fræðsla.   

Allir leikir sem leiknir voru í Digranesi voru leikgreindir af Hans og fengu dómarar punkta hvernig þeir vinna saman sem teymi með línuvörðum sem og á þeirra störf.  Á námskeiðinu var síðan farið yfir ýmis mál, samvinnu, túlkanir á atvikum með myndböndum, refsingar og annað.   

Námskeiðið var í alla staði vel heppnað og gott fyrir dómara að hittast og fara yfir ýmis atvik sem upp hafa komið og ræða þau sameginlega.