Um helgina fór fram Íslandsmót yngri flokka í Neskaupstað en keppt var í U16 kvenna, U14 kvenna og U15 karla. Sautján lið frá sjö félögum tóku þátt á mótinu sem gekk vel fyrir sig og var innan þess ramma sem fjöldatakmarkanir og sóttvarnareglur í dag gera ráð fyrir.
Mikið var um tilþrif á vellinum og virtist sem allir væru orðnir þyrstir í að fá að keppa. Burkhard Disch, afreksstjóri BLÍ, var viðstaddur mótið um helgina og fylgdist með ungum og efnilegum blökurum. Burkhard tók einnig þátt í verðlaunaafhendingunni og afhenti Íslandsmeisturunum bikarana.
Úrslit mótsins voru eftirfarandi:
U16 kvenna
1. sæti HK
2. sæti Þróttur N.
3. sæti Þróttur R.
U14 kvenna
1. sæti Þróttur N.
2. sæti KA 1
3. sæti KA 2.
U15 karla
1. sæti HK
2. sæti Þróttur N.
3. sæti KA
Blaksamband Íslands óskar liðunum til hamingju með árangurinn á mótinu og þakkar Þrótti N. fyrir gott skipulag og afbragðs umgjörð. Ljóst er að framtíðin í blakinu er björt.
Myndir eru teknar af Facebook síðu Blakdeildar Þróttar Neskaupstað en Sigga Þrúða formaður deildarinnar á heiðurinn af þeim. Hægt er að skoða allar myndirnar af mótinu inn á fyrrnefndri Facebook síðu Þróttar N. eða með því að smella á hlekkinn hér að ofan.