Íslandsmót yngri flokka – Keppt í U16, U14 og U12 að Varmá

U16 lið Aftureldingar
Um liðna helgi fór fram fyrri hluti Íslandsmóts yngri flokka í blaki. Keppt var í aldursflokkunum U16, U14 og U12 en mótið var í umsjón blakdeildar Aftureldingar.Alls tóku 41 lið þátt um helgina og leiknir voru 99 leikir í heildina.

Í þessum fyrri hluta Íslandsmótsins voru krýndir mótsmeistarar og voru þeir eftirfarandi:
U12 – Völsungur piltar
U14 kk – Þróttur R. / HK
U16 kk – HK A
U14 kvk – Þróttur N.
U16 kvk – Afturelding

Mynd: Facebook síða blakdeildar Aftureldingar