ÍSLANDSMÓT YNGRI FLOKKA – Skráning U16, U14 og 12

Búið er að opna skráningu fyrir U16, U14 og U12 en skráning fer í gegnum meðfylgjandi skráningarhlekk: https://forms.office.com/r/LAYNwyw3Uy

Skráð er í keppnisflokka með því að setja inn fjölda liða í textadálkinn fyrir neðan viðkomandi keppnisflokk. Nóg er að skrá inn tölu svo mótanefnd viti fjölda liða frá viðkomandi félagi. Einungis þarf að fylla út þá keppnisflokka sem félög senda lið til keppni. Aðrir keppnisflokkar mega standa auðir.

1 ef um eitt lið er að ræða
2 ef um tvö lið er að ræða
3 ef um þrjú lið er að ræða o.s.frv.

Öll lið sem skráð eru í ofangreint mót verða með keppnisrétt á Íslandsmótinu í maí. Þátttaka í báðum mótum gefur möguleikan á því að verða Íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Skráning í Íslandsmótið í maí fer fram síðar.

Uppsetning mótsins ræðst af skráningu og setur mótanefnd þau skilyrði að fjöldi þátttökuliða í hverjum aldursflokki verði að vera að lágmarki fjögur lið svo hægt sé að halda úti móti í viðkomandi aldursflokki. 

Keppnisflokkar, fyrirkomulag og þátttökugjald

U16 og U14 keppir í 6 manna blaki, þátttökugjald á hvert skráð lið er 18.000.- kr.

U12 keppir í 3 manna blaki, þátttökugjald á hvert skráð lið er 10.000.- kr.

Minnt er á að ekki er heimilt að færa leikmenn milli liða á meðan mótinu stendur en leikmenn mega leika með liði í aldursflokki fyrir ofan sinn aldursflokk. Engar undanþágur eru veittar varðandi blöndun liða.

Þátttökugjöld verða innheimt með greiðsluseðli þegar skráningu lýkur.

Gisting

Frekari upplýsingar um gistingu veitir Örvar Jóhannsson, formaður BUR Aftureldingar, burblak@afturelding.is  
Gistingin greiðist til Aftureldingar og er ekki innifalin í þátttökugjöldum mótsins. Þegar skráning er klár mun Örvar senda út póst með upplýsingum um kostnað við gistinguna.