Blakdeild HK mun halda Íslandsmót í strandblaki dagana 19. – 22. ágúst í Fagralundi, Kópavogi.
Mótið fer fram á nýuppgerðu svæði við Fagralund með 4 völlum og stefnan er að mótið muni í heild sinni fara þar fram.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á stigakerfi.net. Keppt verður í fullorðinsflokkum karla og kvenna og einnig í unglingaflokkum stúlkna og drengja.
Vegna sóttvarnaráðstafana verður engin veitingasala á staðnum og mögulega verður keppnissvæðið hólfaskipt.
Mótsgjaldið er 8.500 kr pr. lið í fullorðinsflokkum og 4.900 kr í unglingaflokkum. Skráningu lýkur mánudaginn 16. ágúst kl. 20.00.