Á föstudaginn urður Marienlyst-Fortuna danskir meistarar þegar liðið vann 3-1 sigur á Nordenskov á heimavelli. Liðið varð síðast danskir meistarar árið 2017 en þeir urðu einni bikarmeistarar á árinu svo mikill uppgangur er í liðinu.
Þrír íslenskir leikmenn spila með Marienlyst, þeir Galdur Máni Davíðsson, Ævarr Freyr Birgisson og Þórarinn Örn Jónsson og spiluðu þeir allir í byrjunarliði leiksins.
Blaksamband Íslands óskar þeim öllum innilega til hamingju með titilinn!