Íslensku liðin í IKAST

U17 ára landslið Íslands í blaki mættu til Ikast í Danmörku á sunnudag í NEVZA keppni. Tvö ár eru liðin síðan keppnin fór fram síðast og ríkti mikil spenna fyrir keppnishaldinu, bæði hjá skipuleggjendum og keppendum.

Íslenska stúlknaliðið spilaði við Danmörk í gærmorgun og átti liðið í erfiðleikum með vel spilandi danskt lið. Stelpurnar spiluðu við Færeyjar síðar um daginn og spiluðu frábæran leik þar sem 3-1 sigur vannst.

Íslenska drengjaliðið spilaði við Dani einnig og áttu erfiðan leik sem danir unnu mjög sannfærandi 3-0. Strákarnir áttu ekki annan leik í gær en eiga tvo í dag, fyrst gegn Færeyjum og síðan gegn Noregi síðar í dag.

Hægt er að fylgjast með úrslitum, myndum og streymi á Facebook síðu mótsins hér.