Íslensku liðin í IKAST

U17 ára landslið Íslands í blaki mættu til Ikast í Danmörku á sunnudag í NEVZA keppni. Tvö ár eru liðin síðan keppnin fór fram síðast og ríkti mikil spenna fyrir keppnishaldinu, bæði hjá skipuleggjendum og keppendum.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Íslenska stúlknaliðið spilaði við Danmörk í gærmorgun og átti liðið í erfiðleikum með vel spilandi danskt lið. Stelpurnar spiluðu við Færeyjar síðar um daginn og spiluðu frábæran leik þar sem 3-1 sigur vannst.

Íslenska drengjaliðið spilaði við Dani einnig og áttu erfiðan leik sem danir unnu mjög sannfærandi 3-0. Strákarnir áttu ekki annan leik í gær en eiga tvo í dag, fyrst gegn Færeyjum og síðan gegn Noregi síðar í dag.

Hægt er að fylgjast með úrslitum, myndum og streymi á Facebook síðu mótsins hér.