Íþróttastarf óheimilt til 17. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt nú eftir hádegið og er orðið ljóst að allt íþróttastarf er óheimilt til 17. nóvember.

Æfingar og keppni eru því óheimilar frá og með 31. október og þarf enn og aftur að endurmeta endurræsingu Íslandsmótsins í blaki.

ÍSÍ sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu og má lesa meira um áhrifin á íþróttastarfið þar ásamt hvatningarorðum frá forseta ÍSÍ.

Blaksamband Íslands hvetur félögin áfram í heimaæfingum og starfi án þess að hittast í persónu. Við, eins og allir aðrir, þurfum að standa við um íþróttastarfið í landinu en mikilvægi íþróttaiðkunar er gríðarlegt, ekki síst á tímum sem þessum.

Sýnum samstöðu og tillitssemi og ábyrga hegðun í baráttunni við veiruna.