Stefnt á að hefja leik aftur helgina 13.-15. nóvember

Mótanefnd BLÍ stefnir á að geta hafið leik í tveimur efstu deildunum föstudaginn 13. nóvember og ná heillri leikumferð í öllum deildum þá helgi. 

Mótanefnd mun einnig gera tilraun til þess að setja á fleiri leiki í desember og leika fram til 19.-20. desember. Einnig er það í skoðun að spila heila leikumferð milli jóla og nýárs ef þurfa þykir. 

Ljóst er að mótahald sambandsins verður ekki eins og upp var lagt með í haust. Einhverjar tilfærslur verða gerðar á þeim leikjum sem voru á mótaskrá í kringum helgina 13.-15. nóvember. Vonandi ganga ofangreindar hugmyndir upp og blakið komið á fullt innan skamms.