KA er Íslandsmeistari í kvennaflokki 2019

KA er Íslandsmeistari í kvennaflokki

Kvennalið KA tryggði sér í dag sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í kvennaflokki þegar KA vann lið HK í oddaleik á Akureyri.

KA vann einvígið 3-2 og ljúka tímabilinu sem þrefaldir meistarar en KA varð einnig deildar- og bikarmeistari nú á vormánuðum.

Blaksamband Íslands óskar KA til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og glæsilegt tímabil sem fer í sögubækur félagsins.

Umfjöllun um leikinn er hægt að nálgast HÉR af vef Blakfrétta.is
Mynd: Blakfréttir.is