Oddaleikir milli KA og HK um Íslandsmeistaratitilinn

Blaksamband Íslands, merki með texta

Í dag og á morgun fara fram úrslitaleikir karla og kvenna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan er 2-2 í báðum einvígum milli KA og HK og ræðst það í dag hvaða kvennalið hampar titlinum en leikur liðanna hefst kl. 16:00 í KA-heimilinu fyrir norðan. Á morgun fer svo fram viðureign félaganna í karlaflokki en sá leikur hefst kl. 19:30 á sama stað, í KA-heimilinu.

Það er því sannkölluð blakveisla framundan og úrslit Íslandsmótsins á algjörum hátindi á næstu tveimur sólarhringum.
Fyrir þá sem ekki komast á leikina er hægt að horfa á báða leikina í beinni útsendingu á SportTV.