KA varð í kvöld Íslandsmeistari í blaki í karlaflokki með sigri á liði HK í oddaleik um titilinn. Fullt var út úr dyrum í KA heimilinu þegar liðið tryggði sér titilinn.
Fullt var út úr dyrum í KA heimilinu þegar liðið tryggði sér titilinn. KA menn unnu HK 3-2 í kvöld í æsispennandi leik eins og allir leikirnir í einvíginu hafa verið. Íslandsmeistaratitill KA er sá sjötti í sögunni en félagið varði titilinn frá því í fyrra en í ár vann liðið þrefalt, deildarmeistarar Mizunodeildar, Kjörísbikarmeistarar og svo núna Íslandsmeistarar.
Blaksamband Íslands óskar KA til hamingju með þennan titil en brotið var blað í sögu sambandsins með titlinum. Aldrei áður hefur sama félagið unnið þrefalt bæði í karlaflokki og kvennaflokki á sama leiktímabili. En eins og í flestir vita varð KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki í gær þegar liðið vann oddaleikinn gegn HK og fyrr í vetur vann liðið Mizunodeildina og Kjörísbikarinn. Til hamingju KA.