Katrín Einarsdóttir er nýr framkvæmdarstjóri BLÍ

Stjórn Blaksambands Íslands hefur gengið frá ráðningu Katrínar Einarsdóttur í starf framkvæmdastjóra BLÍ.

Katrín þekkir vel til blakhreyfingarinnar á Íslandi ásamt því að hafa áralanga reynslu af vinnu við sölu- og markaðsmál í sjávarútvegi.

Katrín hefur störf á mánudaginn 16. janúar mun vinna við hlið Pálma Blængssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra, næstu vikur.

Stjórn Blaksambands Íslands býður Katrínu velkomna til starfa og þökkum Pálma fyrir hans framlag til blaks á Íslandi.