Heiðursviðurkenningin Eldmóður – Minningarskjöldur Mundu

Eldmóður er viðurkenning til heiðurs og minningar um Mundu, Mundínu Ásdísi Kristinsdóttur (1972-2022).

Nefnd Eldmóðs mun veita þeim sem unnið hefur óeigingjarnt starf í þágu blakíþróttarinnar á Íslandi heiðursviðurkenningu. Leitað er eftir einstaklingi með eiginleika sem einkenndu Mundu og sem hefur haft áhrif á blaksamfélagið í nærumhverfi sínu sem og almennt.

Tilnefningar skulu berast nefndinni á eyðublöðum, sem verða aðgengileg á heimasíðu Blaksambands Íslands (bli.is) og á Facebooksíðu Eldmóðs. Reglugerð má einnig finna á fyrrnefndum síðum. Öll blakfélög á Íslandi hafa tækifæri til þess að senda inn tilnefningu en er þó ekki gerð krafa um slíka.

Skilafrestur tilnefningar er til og með 10. febrúar ár hvert og notast skal við þennan link til þess að skila inn tilnefningum: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdStpko_Mp0BZJTLaOogxGcMjsZFGSStBJ2nj6_956HLEfpFg/viewform?usp=sf_link

Heiðursviðurkenningin verður veitt árlega, á Bikarkeppni Blaksambands Íslands eða við hátíðleg tækifæri og fyrsta opinbera afhending viðurkenningarinnar verður á Bikarúrslitardeginum, laugardaginn 11. mars, 2023 í Digranesi.

Fyrsta heiðursviðurkenningin var veitt fjölskyldu Mundu milli jóla og nýárs og tók systir Mundu, Þorgerður Kristinsdóttir við henni fyrir hönd fjölskyldunnar.


Einnig er leitað að einstaklingi sem getur tekið að sér að útbúa logo Eldmóðs. Það yrði sjálfboðavinna en myndi nafn viðkomandi koma fram ásamt því sem teikningin yrði notuð á Facebook síðu Eldmóðs og á verðlaunagripum. Ef einhver telur sig geta lagt okkur lið má endilega senda tölvupóst á netfangið eldmodurmundu@gmail.com.