Kvennalið Íslands á leið á Evrópumót Smáþjóða í Lúxemborg

Kvennalið Íslands hélt af stað í morgun til Lúxemborgar þar sem þær taka þátt í lokamóti Evrópukeppni Smáþjóða.

Ísland er í riðli með Norður-Írlandi og Skotlandi og leika þær tvo leiki á föstudag. Ath að tímasetningarnar eru á staðartíma.

Borja Gonzales Vicente er þjálfari hópsins en honum til aðstoðar er Egill Þorri Arnarson.

Við óskum hópnum góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu.

Endilega fylgið hópnum bæði á facebook: https://www.facebook.com/blaklandslidid og instagram: https://www.instagram.com/iceland_volleyball/