Landsliðshópar á Silver League 2024

Þjálfarar A landsliðanna hafa valið lokahópa sem taka þátt í Silver League (Evrópudeildinni) núna í maí mánuði.

Landsliðin hefja leik með því að spila æfingaleiki að Varmá í tengslum við MosÖld 2024
Karlalandsliðið spilar við úrvalslið erlendra leikmanna fimmtudaginn 9.maí kl. 20:00
Kvennalandsliðið spilar við Færeyjar föstudaginn 10. maí kl. 20:00
Miðasala á þessa leiki fer fram í gegnum Stubb eða í posa við Sal 3 að Varmá

Karlalandsliðið heldur svo til Færeyja á föstudaginn og spila þar 2 æfingaleiki við heimamenn.
Hér er linkur á streyim frá þeim leikjum
Kvennalandsliðið spilar aftur æfingaleiki við Færeyjar á laugardaginn 11. maí kl. 11:00 og á sunnudaginn 12. maí kl 14:00. Þeir leikir fara fram í Fagralundi í Kópavogi og er rukkaður 1000kr aðgangseyrir inn á þá leiki við hurðina.

Fyrsta umferðin í Silver League keppninni fer fram á Íslandi dagana 17.-19. maí. Spilað verður í Digranesi og eiga íslensku liðin leiki á föstudegi og sunnudegi. Miðasala á þá leiki fer fram í Stubb appinu.

Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal.
Á síðustu keppnishelginni 31. maí – 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu.

Þjálfarar karlalandsliðsins, þeir Borja González Vicente og Egill Þorri Arnarsson hafa valið stóran hóp leikmanna sem tekur þátt í verkefninu og er hópurinn aðeins breytilegur á milli keppnishelga.

LeikmennFélag
Máni MatthíassonHK
Hreinn Kári ÓlafssonVolsungur
Hilmir Berg HalldórssonUMFA
Sigurður Kári Harðarson Hamar
Hafsteinn Már SigurðssonUMFA
Hermann HlynssonHK
Arnar Birkir BjornssonHK
Sverrir Bjarki SvavarssonVestri
Birkir Freyr ElvarssonKA
Tómas DavidssonHK
Kristján Valdimarsson Hamar
Kristinn Benedikt HannessonUMFA
Galdur Máni DavidssonOdense
Sebastían SævarssonUMFA
Hafsteinn Valdimarsson Hamar
Ævarr Freyr BirgissonOdense
Atli Fannar PéturssonUMFA
Valgeir ValgerssonHamar
Jökull JóhannssonHK
Markús Ingi MatthíassonHK
Aron Bjarki KristjánssonVolsungur

Massimo Pistoia og Bryan Silva, þjálfarar kvennaliðsins hafa valið 18 manna hóp en 14 leikmenn munu taka þátt í öllu verkefninu.

LeikmennFélag
Matthildur EinarsdóttirDVTK
Jóna Margrét ArnarsdóttirSan Joan
Amelía Ýr SigurðardóttirKA
Thelma Dögg GrétarsdóttirUMFA
Heba Sól StefánsdóttirHK
Líney Inga GuðmundsdóttirHK
Rut RagnarsdóttirUMFA
Arna Sólrún HeimisdóttirHK
Sara Ósk Stefánsdóttir Holte
Lovísa Rut AðalsteinsdóttirKA
Valdís Unnur EinarsdóttirUMFA
Sóldís Björt Leifsdóttir BlöndalHK
Tinna Rut ÞórarinsdóttirUMFA
Velina ApostolovaUMFA
Helena Einarsdóttir DVTK
Elísabet EinarsdóttirGentofte
Nejira ZahirovicAlftanes
Þórdís GuðmundsdóttirHK

Leikmenn landsliðanna verða á MosÖld 2024 og vonumst við til að blakarar alls staðar af landinu taki vel á móti þeim og styrki okkar fólk með einum hætti eða öðrum.