Þjálfarar A landsliðanna hafa valið lokahópa sem taka þátt í Silver League (Evrópudeildinni) núna í maí mánuði.
Landsliðin hefja leik með því að spila æfingaleiki að Varmá í tengslum við MosÖld 2024
Karlalandsliðið spilar við úrvalslið erlendra leikmanna fimmtudaginn 9.maí kl. 20:00
Kvennalandsliðið spilar við Færeyjar föstudaginn 10. maí kl. 20:00
Miðasala á þessa leiki fer fram í gegnum Stubb eða í posa við Sal 3 að Varmá
Karlalandsliðið heldur svo til Færeyja á föstudaginn og spila þar 2 æfingaleiki við heimamenn.
Hér er linkur á streyim frá þeim leikjum
Kvennalandsliðið spilar aftur æfingaleiki við Færeyjar á laugardaginn 11. maí kl. 11:00 og á sunnudaginn 12. maí kl 14:00. Þeir leikir fara fram í Fagralundi í Kópavogi og er rukkaður 1000kr aðgangseyrir inn á þá leiki við hurðina.
Fyrsta umferðin í Silver League keppninni fer fram á Íslandi dagana 17.-19. maí. Spilað verður í Digranesi og eiga íslensku liðin leiki á föstudegi og sunnudegi. Miðasala á þá leiki fer fram í Stubb appinu.
Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal.
Á síðustu keppnishelginni 31. maí – 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu.
Þjálfarar karlalandsliðsins, þeir Borja González Vicente og Egill Þorri Arnarsson hafa valið stóran hóp leikmanna sem tekur þátt í verkefninu og er hópurinn aðeins breytilegur á milli keppnishelga.
| Leikmenn | Félag | ||
| Máni Matthíasson | HK | ||
| Hreinn Kári Ólafsson | Volsungur | ||
| Hilmir Berg Halldórsson | UMFA | ||
| Sigurður Kári Harðarson | Hamar | ||
| Hafsteinn Már Sigurðsson | UMFA | ||
| Hermann Hlynsson | HK | ||
| Arnar Birkir Bjornsson | HK | ||
| Sverrir Bjarki Svavarsson | Vestri | ||
| Birkir Freyr Elvarsson | KA | ||
| Tómas Davidsson | HK | ||
| Kristján Valdimarsson | Hamar | ||
| Kristinn Benedikt Hannesson | UMFA | ||
| Galdur Máni Davidsson | Odense | ||
| Sebastían Sævarsson | UMFA | ||
| Hafsteinn Valdimarsson | Hamar | ||
| Ævarr Freyr Birgisson | Odense | ||
| Atli Fannar Pétursson | UMFA | ||
| Valgeir Valgersson | Hamar | ||
| Jökull Jóhannsson | HK | ||
| Markús Ingi Matthíasson | HK | ||
| Aron Bjarki Kristjánsson | Volsungur | ||
Massimo Pistoia og Bryan Silva, þjálfarar kvennaliðsins hafa valið 18 manna hóp en 14 leikmenn munu taka þátt í öllu verkefninu.
| Leikmenn | Félag | ||
| Matthildur Einarsdóttir | DVTK | ||
| Jóna Margrét Arnarsdóttir | San Joan | ||
| Amelía Ýr Sigurðardóttir | KA | ||
| Thelma Dögg Grétarsdóttir | UMFA | ||
| Heba Sól Stefánsdóttir | HK | ||
| Líney Inga Guðmundsdóttir | HK | ||
| Rut Ragnarsdóttir | UMFA | ||
| Arna Sólrún Heimisdóttir | HK | ||
| Sara Ósk Stefánsdóttir | Holte | ||
| Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir | KA | ||
| Valdís Unnur Einarsdóttir | UMFA | ||
| Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal | HK | ||
| Tinna Rut Þórarinsdóttir | UMFA | ||
| Velina Apostolova | UMFA | ||
| Helena Einarsdóttir | DVTK | ||
| Elísabet Einarsdóttir | Gentofte | ||
| Nejira Zahirovic | Alftanes | ||
| Þórdís Guðmundsdóttir | HK | ||
Leikmenn landsliðanna verða á MosÖld 2024 og vonumst við til að blakarar alls staðar af landinu taki vel á móti þeim og styrki okkar fólk með einum hætti eða öðrum.