Blaksambandið fylgist vel með stöðu mála í heimsfaraldrinum og verður staðan metin í lok janúar til að sjá hvort ekki verði hægt að hafa æfingahelgi á þessum tíma.
Verkefni landsliðanna á árinu 2022 verða fleiri en undanfarin tvö ár. Rúmlega tvö ár eru liðin frá því A landsliðin spiluðu landsleik en í ágúst fara liðin í riðlakeppni Evrópumóts landsliða, EuroVolley 2023. Karlaliðið byrjar leiki sína 3. ágúst og spila 6 leiki á þremur vikum. Kvennaliðið byrjar sína leiki 20. ágúst og spilar einnig 6 leiki á þremur vikum.
U21 kvenna og U22 karla fara líka í Evrópumót. Hér er um að ræða undanriðla fyrir lokamót en þetta er í fyrsta sinn sem BLÍ sendir lið í keppni í þessum aldursflokkum. U21 kvenna verður í Svartfjallalandi þar sem liðið mætir heimaliðinu, Tyrklandi og Póllandi. U22 karla verður í Úkraínu þar sem Ísland mætir heimaliðinu, Tyrklandi og Danmörku. Mótin verða bæði 19.-22. maí 2022.