Tveir leikir voru á dagskrá í Mizunodeildinni í blaki í kvöld, Álftanes-HK kvenna og Hamar-Þróttur Vogum karla. Þeim leikjum hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID19 heimsfaraldurs.
Eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir vegna Covid 19 er ljóst að allt íþróttastarf mun liggja niðri næstu 3 vikurnar. Eftir fundinn ákváð Blaksambandið að fresta báðum leikjum kvöldsins og hefur liðum og dómurum verið tilkynnt um það. Við vonum að með þessum hertu aðgerðum náist samt að byrja að nýju fljótlega og klára það sem eftir er tímabilsins en þurfum við eins og allir aðrir að bíða eftir upplýsingum um gang þessarar bylgju.
Nánari upplýsingar koma þegar meiri upplýsingar hafa borist frá yfirvöldum og ÍSÍ.