Vefráðstefnur hjá CEV á næstunni – skráning opin

CEV stendur fyrir vefráðstefnum núna í lok mars og í apríl. Búið er að opna fyrir skráningu í þrjár vefráðstefnur sem tengjast Skólaverkefni CEV og er einblínt á blak þjálfun eða kennslu ungra blakara – krakkablak.

Tilvalið að þjálfarar, kennarar eða hver sem vinnur með börnum í blaki núna eða í náinni framtíð skrái sig og nýti þær hugmyndir sem fram koma þarna. Hvetjum alla til þess að skrá sig en með því að gera það fær viðkomandi hlekk á allar ráðstefnurnar.

Skráning fer fram hér og er opin til 12.00 CET daginn sem ráðstefna fer fram.

Dagskrá
29. mars kl. 14:00 CET Physicial Development for children: Science and Application fyrirlesari Kevin TILL (ENG)
7. apríl kl. 14:00 CET Volley S3 – All together we can spike! fyrirlesari Carlo BONFATTI (ITA)
16. apríl kl. 15 CET Training Youth for the Future. Fyrirlesari Ruth NELSON (USA)