Lokadagur King of the Court á RIG

Lokadagurinn í strandblakinu á RIG fór fram í kvöld í Sandkastalanum. Fimm stigahæstu liðin úr undankeppni karla og kvenna frá því í gær mættust í úrslitum í kvöld.

Þetta eru fyrstu Reykjavíkurleikarnir þar sem keppt er í strandblaki og með keppnisfyrirkomulaginu „King/Queen of the court“, en það snýst um að verja sinn völl gegn áskorendum. Leikið er í þremur fimmtán mínúta lotum þar sem eitt lið dettur út í fyrstu tveimur lotunum, þrjú lið spila til úrslita í lokahrinu þar sem leikið er í 15 mínutur eða 15 stig hvort sem undan kemur.

 

Í úrslitum karla voru það Antonio Burgal og Hector Gallardo Dorador frá Spáni sem stóðu uppi sem sigurvegarar og voru krýndir “King og the court”. Janis Novikovs og Benedikt Tryggvason lentu í öðru sæti og þeir Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson enduðu í þriðja sæti.

 

Í úrslitaleik kvenna réðust úrslitin á lokasekúndunum. Hjördís Eiríksdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir fengu einu stigi meira en Lynne Beattie og Mel Coutts í baráttunni um „Queen of the Court“ og fögnuðu sigri að lokum. Lynne og Mel, sem koma frá Skotlandi, lentu í öðru sæti og Velina Apostolova og María Rún Karlsdóttir enduðu í þriðja sæti.

 

  

Til úrslita spiluðu eftirfarandi lið:

 

Í kvenna flokki

  1. Lynne Beattie og Mel Coutts frá Skotlandi
  2. Hjördís Eiríksdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir
  3. Inga Lillý Brynjólfsdóttir og Dagný Alma Jónsdóttir
  4. Fanný Yngvadóttir og Birna Eiríksdóttir
  5. Velina Apostolova og María Rún Karlsdóttir

 

Í karla flokki

  1. Antonio Burgal og Hector Gallardo Dorador frá Spáni
  2. Janis Novikovs og Benedikt Tryggvason
  3. Mason Casner og Hermann Hlynsson
  4. Sigþór Helgason og Kári Hlynsson
  5. Atli Fannar Pétursson og Kristinn Freyr Ómarsson