Meistarakeppni BLÍ – Hamar og Afturelding með sigra

Í gær fór fram Meistarakeppni BLÍ þegar Hamar og Afturelding mættust í karlaflokki og Afturelding og HK í kvennaflokki.

Hamar og Afturelding standa uppi sem sigurvegarar Meistarakeppni BLÍ þetta árið en leikur Hamars og Aftureldingar í karlaflokki fór 3-0 fyrir Hamri (25-17, 25-20 og 25-20). Aftureldingar stúlkur unnu HK sömuleiðis 3-0 (26-24, 25-11 og 25-18)

Keppnistímabilið er því formlega farið af stað en úrvalsdeild karla hefst á föstudaginn. Úrvalsdeild kvenna fer svo af stað þriðjudaginn 21. september.

BLÍ óskar Hamri og Aftureldingu til hamingju með sigur í Meistarakeppni BLÍ 2021.

Sigurvegarar Meistarakeppni BLÍ 2021 – HAMAR
Mynd: hamarsport.is
Sigurvegarar Meistarakeppni BLÍ 2021 – AFTURELDING
Mynd: Facebook síða Blakdeildar Aftureldingar