Landsliðsæfingar U19 karla um helgina

Um helgina verða landsliðsæfingar fyrir U19 lið karla um helgina. Massimo Pistoia og Tamas Kaposi eru þjálfarar liðsins og hafa valið 16 leikmenn á þessar æfingar. Æft verður í Fagralundi og í Digranesi laugardag og sunnudag.

U19 landslið drengja mun taka þátt í U19 NEVZA sem fram fer í Finnlandi í lok október.

Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum

Frá HK: Hermann Hlynsson, Elvar Örn Halldórsson, Valens Torfi Ingimundarson, Davíð Freyr Eiríksson.
Frá Þrótti Fjarðabyggð: Börkur Marinósson, Ísak Tandri Zoega, Egill Kolka Hlöðversson, Arnar Freyr Sigurjónsson.
Frá KA: Draupnir Jarl Kristjánsson, Gísli Marteinn Baldvinsson, Sölvi Páll Sigurpálsson, Patrick Gabriel Bors, Ragnar Óli Ragnarsson.
Frá Vestra: Sigurður Bjarni Kristinsson og Karol Duda
Frá Völsungi: Hreinn Kári Ólafsson.