Fimm leikmenn blaklandsliðanna fengu brons- og silfurmerki Blaksambandsins á nýafstöðnum Smáþjóðaleikunum. Þau Ana María Vidal Bouza, Bjarki Benediktsson, Elvar Örn Halldórsson og Særún Birta Eiríksdóttir fengu öll bronsmerki fyrir fyrstu A landsliðsleikina sína.
Eftir síðasta karlaleikinn á mótinu sem var gegn Kýpur, fékk Lúðvík Már Matthíasson afhent sifurmerki BLÍ fyrir að hafa spilað 50. landsleikinn fyrir hönd Íslands.
Við óskum þeim öllum hjartanlega til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Nánari upplýsingar um leikjafjölda leikmanna landsliðanna má finna hér (uppfært í vikunni)