Á föstudagskvöld 18. september fór Mizunodeild kvenna af stað á nýju keppnistímabili. KA fékk lið Aftureldingar í heimsókn í KA heimilið og vann gestaliðið leikinn 2-3.
Tveir leikir eru á dagskrá um helgina í Mizunodeild kvenna en á morgun og á sunnudag mætast Þróttur Reykjavík og Þróttur Nes í Laugardalshöll. Í næstu viku verða svo fleiri leikir í deildinni.
Mizunodeild karla hefst svo annað kvöld þegar deildarmeistarar Þróttar Nes heimsækja nýliðana í Hamar í Hveragerði. Leikurinn er kl. 19.00 á laugardagskvöld en á sama tíma mætast svo nýliðar Fylkis og KA í Fylkishöll. Á sunnudag leikur þriðja nýja liðið leik á heimavelli í Vogabæjarhöllinni þegar Þróttur Vogum fær Aftureldingu í heimsókn.
Þá fer 1. deild kvenna af stað líka en finna má allar upplýsingar um blakleiki og dagskrá þeirra hér á vefnum bli.is.
Streymi frá leikjum helgarinnar má finna hér