Undirbúningur fyrir tímabilið 2021-2022 er hafinn. Búið er að ákveða mótshelgar fyrir Íslandsmót neðri deilda (2. deild og neðar) og óskar BLÍ eftir mótshöldurum. Helgarnar sem um ræðir eru eftirfarandi:
Helgarmót 1
6.-7. nóvember
Helgarmót 2
8.-9 janúar
Helgarmót 3
26.-27. mars
ATH! Mótanefnd áskilur sér rétt til breytinga ef landsliðsstarf skarast á við ofangreindar dagsetningar. Vegna Covid þá er ekki ennþá búið að staðfesta nein verkefni í kringum landsliðin.
Öll félög geta sótt um að hýsa deild en það sem er frábrugðið umsóknum fyrri ára er að nú óskum við eftir mótshöldurum áður en deildarniðurröðun er tilbúin. Mótanefnd mun tryggja að mótshaldarar fái deild þar sem eitt eða fleiri lið frá félaginu eru þátttakendur.
Eftir að deildarniðurröðun er klár mun mótanefnd tilkynna hvaða félög verða mótshaldarar tímabilið 2021-2022.
Umsóknir mótshaldara þurfa að innihalda:
- Nafn félags/liðs sem sækir um, netfang og símanúmer ábyrgðaraðila umsóknar.
- Fjöldi deilda sem félag óskar eftir að hýsa. Gert er ráð fyrir 10-12 liðum í hverri deild og því þurfa að vera að lágmarki 2 leikvellir í boði ef sækja á um eina deild. Félög geta sent inn opna umsókn sem veitir þá mótanefnd leyfi til að fjölga deildum hjá mótshaldara ef hann hefur fleiri en tvo velli til umráða. Ef félag óskar eftir að hýsa deild fyrir ákveðið lið innan sinna raða þá er gott að tilgreina fyrir hvaða lið umsóknin nær til.
- Fjöldi valla sem félag getur boðið upp á á keppnissvæði. Ef um fleiri en eitt keppnissvæði er að ræða þá þurfa að fylgja upplýsingar um fjölda valla á hverjum keppnisstað.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. apríl. Umsóknir skulu berast til mótastjóra á netfangið motastjori@bli.is