NEVZA mótum unglinga aflýst

Fulltrúar NEVZA landanna tóku þá sameiginlegu ákvörðun í gær að aflýsa NEVZA mótum U17 og U19 sem eru í október ár hvert. Ákvörðunin er tekin vegna ástandsins í þátttökulöndum um ferðatakmarkanir og sóttvarnir. U17 mótið átti að vera í IKAST í Danmörku og U19 mótið í Rovaniemi í Finnlandi í lok október.

Þessi ákvörðun er ekki léttvæg og þykir okkur leitt að mótin fari ekki fram enda hafa þessi mót verið aðalverkefni unglingalandsliðanna. Afreksnefnd BLÍ mun vinna að því að skipuleggja æfingahelgar í október fyrir þessi landslið.

Höldum áfram í afreksblaki og verum jákvæð gagnvart ábyrgri afstöðu um þessi mál innan NEVZA.