Oddaleikur kvenna á mánudag

Blaksamband Íslands, merki með texta

Blaksamband Íslands hefur í samráði við félögin ákveðið að spila oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna á mánudaginn kl. 16.00 í stað miðvikudags. 

Strax eftir að ljóst varð að fimmta leikinn þurfti til að útkljá um Íslandsmeistara í blaki kvenna árið 2019 fóru liðin að athuga með breytingu á tímasetningunni á leiknum. Fór það þannig að í morgun var ákveðið að leikurinn yrði færður til mánudagsins 22. apríl kl. 16.00 í KA heimilinu á Akureyri. 

KA og HK hafa leikið fjóra leiki í báðum flokkum og er staðan jöfn í leikjum talið. Oddaleikur er því báðum megin, sá fyrri er kvennaleikurinn á mánudag en sá síðari karlaleikurinn á þriðjudag kl. 19.30 í KA heimilinu.