Öldungamót BLÍ næstu tvö árin

Mótanefnd Steinaldar hefur í samráði við ýmsa aðila, m.a. Öldungaráð og Stjórn BLÍ, tekið þá ákvörðun að mótið fari ekki fram á þessu ári en upphaflega átti mótið að vera í gangi núna. Það er búið að snúa við mörgum steinum í þessari vinnu en þrátt fyrir þá miklu vinnu þá teljum við þetta vera einu skynsamlegu niðurstöðuna í þessu máli.

Í ljósi þessa hefur verið vinna í gangi við að skipuleggja næstu öldungamót. Samkvæmt kosningu á síðustu tveimur öldungamótunum átti Steinöld að fara fram 30. apríl til 2. maí 2020 og síðan í Kópavogi 29. apríl til 1. maí 2021 í umsjón HK.2

Öldungaráð, sem skipað er síðustu þremur öldungum, hefur fjallað um málið og niðurstaða ráðsins er sú að Steinöld fari fram 2021 og Öldungamót HK árið 2022.

Mótanefnd Steinaldar hefur ákveðið að halda þeirri dagsetningu sem HK ætlaði að halda mótið, þ.e. Steinöld mun fara fram 29. apríl til 1. maí 2021 í Vestmannaeyjum.

Mótanefnd Öldungamótsins hjá HK er að vinna í því að finna dagsetningu fyrir mótið 2022 og mun það verða tilkynnt síðar.