PERSÓNUVERNDARSTEFNA BLÍ

1.  Almennt

Blaksamband Íslands, kt. 450274-0629, Engjavegi 6, 104 Reykjavík (hér eftir „BLÍ“) hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika og öryggi persónuupplýsinga sem BLÍ ber ábyrgð á og meðhöndlar í starfsemi sinni, í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd. BLÍ ber ábyrgð á vinnslu og meðferð persónuupplýsinga í starfseminni ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili.

Persónuverndarstefnu BLÍ er ætlað að veita almenna fræðslu til einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga sem BLÍ meðhöndlar sem ábyrgðaraðili. BLÍ mun einnig leitast við að veita frekari fræðslu til einstaklinga eftir þörfum og í tengslum við fyrirspurnir sem berast sambandinu um persónuvernd og persónuverndarstefnu þessa.

2.  Um hverja safnar BLÍ persónuupplýsingum?

Meginreglur persónuréttar fela meðal annars í sér að persónuupplýsingar séu áreiðanlegar og uppfærðar og að unnið sé með þær samkvæmt skýrt tilgreindum og málefnalegum tilgangi. Einnig, að hófsemi sé gætt við skráningu persónuupplýsinga. BLÍ leggur áherslu á að meginreglur persónuréttar séu virtar og ávallt hafðar í huga þegar persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar. Til þess að tryggja það veitir BLÍ starfsfólki sínu og sjálfboðaliðum, sem gegna stjórnunarstörfum, reglulega fræðslu og þjálfun á því sviði.

Starfsemi BLÍ er þess eðlis að það er óhjákvæmilegt að persónuupplýsingum sé safnað um mismunandi hópa einstaklinga. T.d. þá safnar BLÍ persónuupplýsingum um: starfsumsækjendur, starfsmenn og sjálfboðaliða í nefndum og stjórnum; landsliðsfólks sambandsins, keppendur og tengiliði aðildarfélaga; styrkþegar ýmissa styrkja sem BLÍ veitir; þátttakendur á námskeiðum á vegum BLÍ.

3.  Hvaða persónuupplýsingum er safnað ?

BLÍ meðhöndlar meðal annars eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga í starfsemi sinni:

  • lýðfræðilegar upplýsingar um iðkendur, keppendur, ólympíufara, umsækjendur um styrki, nemendur í þjálfaranámi, starfsmenn og starfsumsækjendur;
  • upplýsingar um keppnisárangur iðkenda og þjálfara;
  • ljósmyndir af þáttakendum og gestum á viðburðum, fræðslufundum og ráðstefnum BLÍ;
  • upplýsingar tengdar ráðningarsambandi starfsmanna, meðal annars upplýsingar í ráðningarsamningi, upplýsingar vegna námskeiða, upplýsingar tengdar launaákvörðunum og greiðslu launa, m.a. heilsufarsupplýsingar tengdar orlofi og upplýsingar um stéttarfélagsaðild;
  • upplýsingar tengdar ýmsum ráðum og nefndum BLÍ, til dæmis um kærendur og kærðu vegna mála sem fara til meðferðar hjá stjórn BLÍ. Sama gildir um mál sem fara til meðferðar hjá dómstól ÍSÍ;

BLÍ aflar að mestu upplýsingum um leikmenn, þjálfara og tengiliði sinna aðildarfélga. Þegar unnið er með viðkvæmar persónupplýsingar eru gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að tryggja öryggi upplýsinganna.

4.  Á hvaða grundvelli safnar BLÍ persónuupplýsingum?

BLÍ vinnur persónuupplýsingar í þágu starfseminnar. Upplýsingar um leikmenn, þjálfara og tengiliði aðildarfélaga eru t.d. notaðar svo hægt sé að halda úti löglegum mótum á vegum sambandsins.

5.  Varðveislutími

Meginhluti þeirra upplýsinga sem safnað er í starfsemi BLÍ eru geymdar ótímabundið enda hafa þær sögulegt gildi fyrir blakhreyfinguna.

6.  Öryggi persónuupplýsinga

BLÍ leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar og tekur í því samhengi tillit til eðlis upplýsinganna sem um ræðir og umfangs. Þáttur í því er að stuðla að virkri öryggisvitund starfsmanna með reglulegri fræðslu og þjálfun. Verði öryggisbrestur sem hefur í för með sér áhættu fyrir einstaklinga mun BLÍ tilkynna slíkt án ótilhlýðilegrar tafar til Persónuverndar.

7.  Miðlun persónuupplýsinga og notkun vinnsluaðila

BLÍ kann að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila vegna ýmissa ástæðna. Um þjónustuaðila getur verið að ræða, eins og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Greiðlsumiðlun eða mótakerfi sambandsins, sem hefur aðgang að persónuupplýsingum sem BLÍ ber ábyrgð á í tengslum við veitta þjónustu.

Þegar vinnsluaðilar eru notaðir til að ljúka ákveðnu verki eða veita þjónustu tryggir BLÍ að aðeins sé veittur aðgangur að persónuupplýsingum sem nauðsynlegt er vegna verksins og að um ábyrgða vinnsluaðila sé að ræða sem tryggja öryggi upplýsinganna og virða reglur persónuverndar.

BLÍ kann einnig að vera skylt samkvæmt lögum að afhenda þriðja aðila, eins og stjórnvöldum, upplýsingar sem tengjast starfi hreyfingarinnar.

8.  Réttindi skráðra einstaklinga

Einstaklingar eiga rétt á því að vita hvaða persónuupplýsingar BLÍ vinnur um þá og geta beint fyrirspurn um það til BLÍ í gegnum netfangið bli@bli.is.

  • ákveðnum tilvikum eiga einstaklingar meðal annars rétt á að: óska eftir aðgangi að og afriti af persónuupplýsingum, að persónuupplýsingar séu leiðréttar og/eða að þeim sé eytt; að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og takmarka; og að draga til baka samþykki fyrir vinnslu. Réttindi skráðra einstaklinga kunna að vera háð takmörkunum sem leiða meðal annars af lögum eða hagsmunum annarra sem upplýsingarnar varða.

BLÍ mun verða við öllum beiðnum einstaklinga innan mánaðar frá viðtöku í gegnum framangreint netfang. Sé beiðni umfangsmikil eða flókin getur orðið töf á afgreiðslu. Tilkynnt er um slíkt og skýring gefin á töfinni. BLÍ mun krefjast auðkenningar áður en erindi eru afgreidd til að koma í veg fyrir að upplýsingar berist í hendur óviðkomandi aðila.

9.  Fyrirspurnir og kvartanir til Persónuverndar

Öllum fyrirspurnum í tengslum við persónuvernd hjá ÍSÍ eða persónuverndarstefnu þessa skal beina í gegnum netfangið bl@bli.is. Einnig er þó hægt að hafa samband í síma 514-4111.

Ef einstaklingur er ósáttur við vinnslu BLÍ á persónuupplýsingum og afgreiðslu erinda er hægt að kvarta til Persónuverndar og má finna upplýsingar um slíkt ferli inn á heimasíðu Persónuverndar: www.personuvernd.is.

10. Breytingar á persónuverndarstefnunni

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu BLÍ: www.bli.is.

Þessi útgáfa var samþykkt af stjórn blaksambandsins þann 09.09.2020.