Ársþing Blaksambands Íslands samþykkti fyrr í sumar uppfærslu á nokkrum reglugerðum sambandsins og setti inn nýjar. Ber þar helst að nefna reglugerð um leikmannasamninga en þar segir að allir leikmenn félaga sem leika í úrvalsdeild eða með b liði í 1. deild skuli skrifa undir samning og skila til BLÍ.
Um er að ræða staðlaðan leikmannasamning sem BLÍ útfærir og ber félögunum skylda til þess að skila undirrituðum samningum til BLÍ fyrir leiktíðina. Staðlaðir samningar eru bæði til á íslensku og ensku og má finna þá inni á síðu sambandsins um Leyfiskerfi.
Reglugerðabók BLÍ má finna hér
Á ársþingi BLÍ voru einnig samþykktar nýjar reglugerðir um fræðslunefnd BLÍ og um menntunarskilyrði þjálfara en eins og flestum er kunnugt hafa verið í gangi þjálfaranámskeið í sumar.