SCA í Færeyjum: Íslensku strákarnir tilbúnir í slaginn

Íslensku strákarnir hófu leik í Færeyjum í gær. Tap í fyrsta leik á móti Skotum en þeir mæta San Marino kl. 13:00 á íslenksum tíma í dag, laugardag. Á morgun spila þeir á móti heimamönnum kl. 16:00.

Það er streymt frá leikjunum á eftirfarandi stað: https://chromecast.tv.fo/Shaka/fbf.html

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu færeyska sambandsins fbf.fo

Skv. liðstjóra liðsins, Jasoni Ívarssyni, þá eru strákarnir allir hressir og tilbúnir í leikina sem eftir eru.

Blaksambandið sendir góða straum út og óskar strákunum góðs gengið.