SCA mót A-kvenna að Varmá um helgina

Blaksamband Íslands hefur í samstarfi með SCA (Small Countries Association) verið að skipuleggja SCA mót í kvennaflokki síðastliðinn mánuðinn. Mótið er hluti af undirbúningi A-landsliðs kvenna sem fer til Svartfjallalands 18.-22. maí nk.

Mótið verður haldið að Varmá og aðstoðar Afturelding Blaksamandið við framkvæmd mótsins.

Þátttökuliðin eru Ísland, Færeyjar, Írland og Skotland

Dagskrá helgarinnar:

Föstudagur 13. maí kl. 17.00 Ísland – Skotland
Föstudagur 13. maí kl. 20.00 Færeyjar – Írland
Laugardagur 14. maí kl. 14.00 Ísland – Írland
Laugardagur 14. maí kl. 17.00 Skotland – Færeyjar
Sunnudagur 15. maí kl. 14.00 Írland – Skotland
Sunnudagur 15. maí kl. 17.00 Ísland – Færeyjar

Öllum leikjum verður streymt á YouTube rás BLÍ en við hvetjum sem flesta til að mæta að Varmá og hvetja stelpurnar áfram. FRÍTT er inn á leiki helgarinnar.