Skráning í Kjörísbikarinn 2023

Skráning í Kjörísbikarinn 2023 er hafin og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 1. desember.
Skráning í Kjörísbikarinn 2023 er hafin og er skráningarfrestur til fimmtudagsins 1. desember.

Dregið verður í 1. og 2. umferð mánudaginn 5. desember en leikið verður í þeim umferðum dagana 16.-31. janúar

Þriðja umferð er leikin 2.-8. febrúar, 8 liða úrslitin fara fram 22.-26. febrúar og bikarhelgin sjálf fer fram 9.-11. mars 2023 í Digranesi.
Úrslit í bikarkeppni yngri flokka mun fara fram á sunnudeginum 12. mars í Digranesi.

Öll úrvalsdeildarlið eru sjálfkrafa skráð í bikarkeppnina og þurfa að senda póst ef þau óska eftir því að skrá sig úr keppninni.

Almenn skráning fer fram í gegnum eftirfarandi hlekk: https://forms.office.com/r/4GpUpHAjqp

Skráningargjöld í Kjörísbikarinn í ár eru 20.000.- kr.
Hver umferð í Kjörísbikarnum kostar 20.000.- kr.
Skráningargjöld ganga upp í þátttökugjöld fyrstu keppnisumferðar hvers liðs.
Þegar komið er í FINAL 4 kostar helgin 35.000.- kr.
Hvert lið mun þó aldrei greiða hærra en 75.000.- kr.

Frekari upplýsingar veitir Rósborg mótastjóri BLÍ, motastjori@bli.is