Smáþjóðaleikar handan við hornið

Smáþjóðaleikar handan við hornið

Landsliðin í blaki fljúga á morgun til Svartfjallalands til að taka þátt á Smáþjóðaleikunum sem standa frá 27.maí til 1.júní. Smáþjóðaleikar hafa verið haldnir á oddatöluári frá árinu 1985 og þátttökurétt eiga þjóðir með íbúatölu undir einni milljón. Þetta er í fyrsta skipti sem leikarnir eru haldnir í Svartfjallalandi.

Í ár fara 168 þátttakendur í 8 íþróttagreinum á leikana frá Íslandi. Athyglisvert er að kynjahlutfall keppenda frá Íslandi er 50/50, 60 konur og 60 karlar. Af þeim telur íslenski blakhópurinn 41 manns, 14 keppendur í hvoru liði, 11 í liðsstjórn og 2 dómara. 

Flogið verður til höfuðborgarinnar Podgorica og er leikaþorpið, Budva, í um klukkustundar fjarlægð. Blaklandsliðin sem hafa æft af miklum krafti undafarinn mánuð hefja leika 28.maí og keppa 5 leiki:

Konur:

Þriðjudagur 28.maí
Kýpur – Ísland 09:00

Miðvikudagur 29.maí
Ísland – San Marínó 13:00

Fimmtudagur 30.maí
Lúxemborg – Ísland 13:00

Föstudagur 31.maí
Liechtenstein – Ísland 09:00

Laugardagur 1.júní
Ísland – Svartfjallaland (tímasetning óákveðin)

Karlar:

Þriðjudagur 28.maí
Svartfjallaland – Ísland 16:00

Miðvikudagur 29.maí
Ísland – San Marínó 16:00

Fimmtudagur 30.maí
Lúxemborg – Ísland 16:00

Föstudagur 31.maí
Ísland – Mónakó 16:00

Laugardagur 1.júní
Kýpur – Ísland (tímasetning óákveðin)

Tímasetningar eru að staðartíma. Svartfjallaland er tveimur tímum á undan Íslandi. 

Enn er ekki vitað hvort leikahaldarar muni streyma leikjum beint, en fréttir af leikjunum munu birtast hér og á blakfrettir.is.