Sóttvarnarreglur BLÍ uppfærðar

Blaksamband Íslands hefur uppfært sóttvarnarreglur BLÍ m.v. reglugerð ráðherra frá 20.10.2020. Reglurnar eru í gildi til 10. nóvember.

Helstu breytingar snúa að æfingum á höfuðborgarsvæðinu ef íþróttamannvirkin opna á gildistímanum þá mega þær fara fram með ströngum skilyrðum, m.a. 2 metra nálægðarmörk og engin snerting meðal leikmanna og að hver og einn sé að æfa með sama boltann alla æfinguna.

Mikilvægt er að allir fari eftir reglunum og hugi að eigin sóttvörnum, þannig minnkum við smithættuna og komumst aftur af stað með mótið.

Mótanefnd BLÍ er farin að huga að endurræsingu Íslandsmótsins og eru leikir í tveimur efstu deildunum í forgangi ef leyfi fæst til að byrja á ný.

Nýjar sóttvarnarreglur má finna hér.